Ķslenska English

  

 

 Löndun ehf. hefur ýmsa þjónustu að bjóða:

 


     


Við hjá Löndun ehf. sjáum um flest það sem þörf er á þegar skip kemur til hafnar.

Meðal þeirra fyrirtækja sem Löndun ehf. þjónustar eru: Eimskip, Samskip, Brim, ÖgurvíkFISK Seafood, Vinnslustöðinn, Byko, Húsasmiðjan, Gjögur, Samherji, Skinney-Þinganes, Ingimundur, German Seafood, German Seafrozen, Deutsche Fischfangunion, Royal Greenland, Polar Seafood og Remøy.

 

 

 

 


 

 

 

 

 

Losun / lestun á frystum afla úr / í / skipum og gámum

 

Losun

 

Löndun ehf. hefur á að skipa reynslumiklu stafsliði sem með  þjálfuðum vinnubrögðum losar fiskveiðiskip á sem skemmstum tíma með gæði þjónustunnar í fyrirrúmi.
Venjubundinn vinnutími hjá Löndun ehf. er frá 07.00-19.00.

 

 

Í lestinni stöflum við frystri vörunni á bretti og komum þeim undir lúgu með rafmagns lyftivögnum eða rafmagns lyfturum.  Álplötur eru notaðar undir ef nauðsyn krefur.

 

Á bryggjunni er brettunum komið fyrir í gámum og staflað af þeim laust í gáma eða plöstuð á brettavafningsvél og komið fyrir í gámum, dyrum frystigeymslu eða á flutningabíl, allt eftir óskum útgerða.

 

Ef afli samanstendur af mörgum tegundum sem ekki er pláss fyrir að flokka í lestinni, flokkum við á bryggjunni við skipshlið ef veður leyfir en erum með skýli á flestum löndunarstöðunum en þó ekki öllum.  Huga þarf að þessu þegar legupláss er valið í höfninni.

 

* Þrif á lestum skipa

 

 

 

Ef þig vantar upplýsingar vinsamlegast hafðu samband í gegnum athugasemdir eða á londun@londun.is.

 

 

 

 

 

  aftur efst

 

 

 

 

Lestun á trömpurum

 

Þegar tramparar eru lestaðir tökum við á móti frystivörunni í gámum eða á flutningabílum úr frystigeymslum og komum henni að skipshlið undir krók eða lyftu allt eftir því hvernig skipin eru útbúin.  Lestunin um borð er oftast framkvæmd af áhöfn flutningaskipanna.
Varan er talin og frostmæld og afhent í þeirri röð sem óskað er eftir.
Ef þig vantar upplýsingar vinsamlegast hafðu samband í gegnum athugasemdir eða á londun@londun.is.

 

 

 

  aftur efst

 

 

 

 

Losun á ferskum fiski ísuðum í kör

 

 

 

Umsýsla með viðkvæman ferskan fisk þarf að vera skjót og góð til þess að ferskleiki vörunnar haldist til neytandans sem er á Íslandi,  Evrópu eða Bandaríkjunum.

 

Eftir losun er lestin og færibönd  þrifin með viðurkendum hreinsiefnum.   Tómum körum og ís er komið fyrir um borð samkvæmt fyrirmælum og  óskum skipstjóra.

 

 


 


 

Á bryggjunni eru körin talin og vigtuð ef þörf er á því. Ís er bætt yfir þau til þess að viðhalda ferskleikanum og þeim komið fyrir í kæligámum ef til stendur að flytja aflann á erlendan markað.

 

 

 

 

 

Ef þig vantar upplýsingar vinsamlegast hafðu samband í gegnum athugasemdir eða á londun@londun.is.

 

 

 

 

 

  aftur efst

 

 

 

 

Losun og lestun á timbri/stáli/gámum

 

Löndun ehf. hefur öðlast mikla reynslu í gegnum tíðina af losun og lestun flutningaskipa.


Við mælum með að landkranar séu notaðir við verkin af þeirri ástæðu að þeir eru oftar afkastameiri en skipskranar, sem við eru tilbúnir að nota ef kúnninn óskar og kraninn er öruggur. Eftir losun tökum við saman stroffur og annað sem tilheyrir losuninni og komum því fyrir um borð.  Grófhreinsun á lest er innifalin.  Löndun ehf. hefur yfir lyfturum að ráða og getum við því komið vöru í nærliggjandi vöruskemmu, gám eða á flutningabíla.


Sem dæmi má nefna að Löndun ehf. sá um losun og lestun á  flutningaskipum með sérhæfan og viðkvæman tækjabúnað fyrir Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli.


Ef þig vantar upplýsingar vinsamlegast hafðu samband í gegnum athugasemdir eða  á londun@londun.is.

 

 

 

 

 

  aftur efst

 

 

 

 

Framleiðsla og afhending bretta


 

Löndun ehf. framleiðir í nafni C H Pökkunarfélagsins allar gerðir af brettum sem eru í umferð s.s. Euro, freðfiskbretti, ISO og flugbretti.

 

Við sjáum um umsýslu með þau á Stór-Reykjavíkur- svæðinu.

 

 

 

 

Ef þig vantar upplýsingar vinsamlegast hafðu samband í gegnum athugasemdir eða á londun@londun.is.

 

 

 

 

 

  aftur efst

 

 

 

 

Þrif á lestum skipa

 

Það er mjög mikilvægt að þrif á lestum fari fram að lokinni löndun.  Það er innifalið í þjónustunni að sópa lestar og fjarlægja rusl.  En  ef ástæða er til að affrysta lestina og þrífa hana sérstaklega getum við séð um það, allt eftir óskum útgerða.


Ef þig vantar upplýsingar vinsamlegast hafðu samband í gegnum athugasemdir eða á londun@londun.is.

 

 

 

 

 

  aftur efst

 

 

 

 

Lestun á matvælum (kostur), umbúðum og öðru fyrir bröttför

 

 

Ykkur til þæginda sér Löndun ehf. um að koma um borð og raða matvöru, hreinsiefnum, drykkjarföngum ásamt því að koma fyrir umbúðum og veiðarfærum.  

 

 

 

 

Ef þig vantar upplýsingar vinsamlegast hafðu samband í gegnum athugasemdir eða á londun@londun.is.

 

 

 

 

 

  aftur efst

 

 

 

 


Útvegum vaktmenn um borð í skip

 

Löndun ehf. getur séð um að útvega vaktmenn um borð í skip og báta eftir þörfum. Það skiptir máli að vakta skip þegar áhafnaskipti eiga sér stað,  viðgerð á skipi stendur yfir um lengri eða skemmri tíma eða að áhöfnin þarf að útrétta ýmislegt í stuttu stoppi í höfn.


Ef þig vantar upplýsingar vinsamlegast hafðu samband í gegnum athugasemdir eða á londun@londun.is.

 

 

 

 

 

  aftur efst

 

 

 

Losun eða lestun á gámum

 

Löndun ehf. býður viðskiptavinum þjónustu við að losa eða lesta vörugáma.  Við höfum röska starfsmenn sem eru tilbúnir og klárir í vinnu  eins lengi og viðskipatvinurinn óskar.  
Það koma upp tilfelli hjá einstaklingum og fyrirtækjum  þar sem þörf er á að bregðast skjótt við.  Flutningar eða vörur að koma í hús.   Við þessar aðstæður er mjög auðvelt að hafa samband við Löndun ehf.  og við sendum menn á vettvang og losum eða lestum gám eða gáma.

 


Ef þig vantar upplýsingar vinsamlegast hafðu samband í gegnum athugasemdir eða á londun@londun.is.

 

 

 

 

 

  aftur efst

 

Löndun ehf. | Kjalarvogi 21, 104 Reykjavķk | Box 1517, 121 Reykjavķk | Sķmi 552 98 44 | Fax 562 98 44
© 2008 Uppsetning og hönnun Hżsir.is