Um okkur Starfsmenn Atvinna Hafa samband

Um Löndun ehf.

Í október 2020 eignuðust eigendur Valeska ehf. fyrirtækið Löndun ehf í Reykjavík.


Löndun ehf er löndunarþjónusta sem sinnir viðskiptavinum í Reykjavík og í Hafnarfirði.


Saga Löndunar

Sumarið 1987 var Löndun ehf. stofnað. Helsta ástæða stofnunar fyrirtækisins var þörf fyrir þjónustu í sjávarútvegi eftir að fiskverð var gefið frjálst og allur fiskur á Íslandi átti að seljast á markaði. Þetta byrjaði með löndun úr ferskfisk togurum og bátum fyrir nýstofnaðan fiskmarkað í Reykjavík sem hét Faxamarkaðurinn hf. Þjónustusamningur var gerður á milli þessara fyrirtækja. Fljótlega kom í ljós að þörfin fyrir löndunarþjónustu var meiri. Frystiskip á bolfisk og rækjuveiðum vantaði þjónustu við að landa frystum fiski og rækju sem var komið fyrir í frystigámum frá öðru hvoru skipafélaginu, Eimskip eða Samskip. Það sakaði heldur ekki að ýta undir samkeppni við skipafélögin sem buðu upp á samskonar þjónustu. Í lok fyrsta sumarsins voru 10 manns við störf hjá Löndun ehf.


Okkar fyrsta frystilöndun fór fram í september 1987. Pétur Jónsson RE 69 kom til hafnar í Sundahöfn, með fullfermi af frystri rækju úr sinni fyrstu veiðiferð. Á eftir komu systurskip Péturs Jónssonar, Hákon ÞH og Helga RE.


Í janúar 1988 var gerður fyrsti þjónustusamningur við útgerð í Þorlákshöfn sem hét Ljósavík og gerði út frystitogarann Gissur ÁR 6. Á sama tíma hófst einnig þjónusta Löndunar ehf við útgerðarfélagið Ögurvík sem gerði þá út frystitogarann Frera RE 73 og síðan kom glæsifleyið Vigri RE 71 til sögunnar.


Árið 1990 hófst losun á timbri og stáli fyrir Húsasmiðjuna.


Árið 1992 er undirritaður þjónustusamningur við Samskip. Hann fól í sér að Löndun tók að sér að landa úr öllum togurum sem fluttu afla sinn með Samskipum.


Í apríl 1993 þjónustaði Löndun ehf sína fyrstu tvo rússnesku frystitogara með því að gera þjónustusamning við flutningafyrirtækið Jökla hf sem sá um flutninga á frosinni vöru fyrir Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna.


Löndun ehf. þjónustaði Samherja hf. lengst af þegar fyritækið var með skipin sín fyrir sunnan land. Þjónustan hófst vorið 1993 þegar skipin komu af úthafskarfaveiðum af Reykjaneshrygg. Þjónusta við útgerðafélagið Brim hf. hófst 2004 með löndunum úr Guðmundi í Nesi RE 13 sem kemur inn að morgni dags með 400-500 tonn af frosinni grálúðu og fer út að kvöldi með vel þrifna tóma lest, umbúðir í umbúðalestinni og búrið fullt af mat.


Árið 2006 gerði Löndun ehf. þjónustusamning við Eimskip og hóf að landa úr skipum á vegum fyrirtækisins, aðallega í Hafnarfirði. Umsvif fyrirtækisins jukust umtalsvert við þessa stækkun. Það fylgdu því smá vaxtaverkir en fyrirtækið var ekki lengi að venjast þeim.


Í dag starfar Löndun ehf. á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu:


 • Skrifstofa og starfsaðstaða fyrir alla starfsemi er á Vogabakka Reykjavíkurhafnar
 • Starfsaðstaða fyrir alla starfsemi er á Hvaleyrarbakka í Hafnarfirði
 • Starfsmenn

  Albert Guðmundsson 846 0507
  Andri Þór Tómasson 899 9392
  Anton Terzi 785 4248
  Dale R. Odle 562 4939
  Dariusz Niescier 848 2091
  Janusz Chrobak 857 8067
  Jens Pétur Kjærnested 866 5330
  Jón Þórarinn Þorvaldsson 692 1962
  Krzysztof Bogdziewicz 772 2391
  Leifur Þór Þorvaldsson 616 2787
  Pálmi Freyr Steingrímsson 765 2741
  Pétur Már Ólafsson 698 3737
  Piotr Pasiuk 861 0583
  Robert Lilley 777 2655
  Sigurður Árnason 691 2301
  Tomasz Kisielwski 865 6615
  Þorsteinn Gunnlaugsson 696 8210

  Atvinna

  Atvinnuumsóknir skulu sendast á: thorsteinn@londun.is

  Job applications can be sent to: thorsteinn@londun.is

  Löndun ehf.

  Kjalarvogur 21, 104 Reykjavík

  552 9844

  londun@londun.is

  Löndun ehf.